Færsluflokkur: Bloggar

Matargagnrýni 5/10-2012 -- Satt (Veitingahús á Icelandair hotel Reykjavík natura (áður Loftleiðir))

Undirritaður fór á Satt Föstudaginn 5. otóber 2012
í þetta skipti fékk undirritaður sig einungis eins rétta máltíð

Máltíðin var svokallaður Satt hamborgari (með frönskum kartöflum).
Nafnið á réttinum er svosem eitt það fáránlegasta sem maður hefur séð hversvegna var ekki hægt að kalla þetta bara Hamborgara.
Margt annað á seðlinum hafði svosem líka þetta forskeyti (sjá: http://sattrestaurant.is/sites/default/files/matsedill_Satt-islenska%20okt2012.pdf ).
Rétturinn var framreiddur á fallegum en full litlum diski en hann hefði verið passlegur hefðu þeir ekki troðið ofvaxinni tómatsósuskál á diskinn líka. Hitastigið á matnum var passlegt þegar hann loksins kom á borðið. Rétturinn var samt snyrtilega raðaður á diskinn en undirritaður hefði borið tómatsósuna fram í minni skál sem væri mun passlegri eða hreinlega borið hana fram sér (ekki á diskinum). Magn tómatsósu var alt of mikið miðað við skammtastærð réttsins (sem hefði mátt vera örlítið stærri). Hamborgarinn var pantaður medium en hann myndi flokkast undir rare. Einnig var rétturinn nánast bragðlaus.
Maturinn fær því einkuninna 5

Þjónusta staðarins var alls ekki nógu góð miðað við að staðurinn er staðsettur á 4ra stjörnu hóteli. erfitt var að fá þjón til þess að koma til sín til að aðstoða mann. Einnig tók undirritaður eftir því að þjóninum tókst algerlega að klúðra greiðslu hjóna sem sátu á næsta borðiog mátti koma með reikning til þeirra þrisvar. Undirritaður var ekki einn á ferð en þegar maturinn kom voru bornir fram réttir sem allir á borðinu höfðu pantað nema hvað að réttur undirritaðs var eftir í eldúsinu. Hann kom 5 mínútum á eftir hinum sem á náttúrulega alls ekki að gerast. Samtals var biðtími undirritaðs eftir matnum 30 mínútur. sem er of mikið fyrir hamborgara. Biðja þurfti sérstaklega um tannstöngla sem á ekki að þurfa. Einnig er dregið niður fyrir að ekki allir þjónar töluðu íslensku meðal annars þjónnin sem sá um að taka á móti gestum.
Þegar greiða átti reikningin þótti það mikið mál að skipta greiðsluni milli gesta og þurfti þjónninn að koma með reikning þrisvar til okkar einnig.
Þjónusta fær því einkunina 3

Útlit veitingastaðarins er smekklegt en það er í þessum klassíska Icelandairhotels stíl. Veitingahúsið var þokkalega þrifalegt. Hnífapör og glös voru ekki nógu vel pússuð. Vandamál með staðinn er hvað hann er svakalega opinn en veitingastaðurinn, barinn, anddyri hótelsins og betri stofan er eitt og sama rýmið og var undirritaður búinn að ryðjast inn í afmælispartý þegar hann leitaði að barnum (til að fá sér óáfengan drykk að sjálfsögðu). Mikill hávaði var því á staðnum og var ekki hægt að tala saman nema að öskra á hvort annað þarna inni. Verð á staðnum er alveg út í hött en þessi máltíð kostaði 2.940 kr. með einni malt í gleri á 450 kr. Einnig er nafn staðarins: "Satt" eitt það fáránlegasta sem hægt er að skíra veitingastað.
Einkun fyrir annað er því: 4

Fyrst það var bar á staðnum þurfti undirritaður að sjálfsögðu að prófa hann. Þar fékk undirritaður sér tvo óáfenga kokteila sem voru mjög góðir. Hins vegar man undirritaður ekkert hvað þeir heita. Bar þjónustan var í lagi þegar maður loksins fékk hana, en barinn því miður staðsettur í þessu "alrými". Verð var full hátt en einn óáfengur kokteill kostar 800 kr.
Einkun fyrir bar er því: 7

Samanlögð einkun verður: 3,8

Jónas Þór Karlsson


Matargagnrýni 18. júní 2012 -- Linda steikhús - Akureyri

Undirritaður fór á Lindu steikhús að kvöldi mánudagsins 18. júní 2012.

Forréttur var reyktur og grafinn lax með ristuðu brauði og sinnepssósu
Rétturinn var fallega framreiddur en var á frekar óheppilegum diski þar sem hann rétt svo komst fyrir þar sem diskurinn var langur og mjór og var varla pláss til að skera brauðið í sundur. Magn var í jafnvægi á sneiðinni með grafna laxinum en reykti laxinn var yfirþyrmandi mikill á hinni sneiðinni. smá dúskur af klettasalati var í miðjunni sem var ágætt.
Forrétturinn fær einkunnina 8.

Aðalréttur var T-Bone steik með bakaðri kartöflu og kryddsmjöri
Rétturinn var framreiddur á of stórum diski að mati undirritaðs og var það líklega orsökin að því að steikin var orðin pínu köld þegar hún loksins kom á borðið. Bakaða kartaflan var í raun ekki bökuð kartafla heldur fondant kartafla sem er elduð öðruvísi en átti hún kannski ekkert síður við með þessum rétti. Kryddsmjörið var haft ofan á steikinni sem undirritaða þykir afar klaufalegt þar sem það átti að vera með kartöflunni en það var farið að bráðna yfir alla steikina. Steikin var frekar bragðlítil og var fitukanturinn ólseigur og jaðraði við óætur. Grænmeti hafði verið steikt og geymt undir steikinni á diskinum en undirritaður hefði nú frekar haft það sér á diskinum. Einnig voru tveir aspasstiklar á diskinum en þótti undirrituðum það alls ekki eiga við með svona steik. Maltíðin var ekki að metta almennilega og hlutföll voru ekki í lagi þar sem kartaflan var bara lítil hálf kartafla
Aðalrétturinn fær einkunina 4

Eftirréttur var ís og marengs með rjóma og lindu ískexi
Rétturinn var framreiddur fallega á passlegum dessertdiski. Hlutföll voru í lagi nema að full lítið var af ískexi.
Eftirrétturinn fær einkunnina 9

Þjónustan var á heildina litið góð en þjónninn var full fljótur að spyrja hvernig manni líkaði matinn og frekar erfitt var að ná í hann til að fá tannstöngla. Einnig heyrðist hann rökræða við aðra viðskiptavini sem voru ekki sáttir með matinn.
Þjónustan fær því einkunnina 7

Útlit veitingahússins var smekklegt og það var mjög þrifalegt en hnífapörin máttu vera betur pússuð verð var einnig of hátt miðað við gæði en svona máltíð kostar (m 1/2 l gos) 8.540 kr
Einkunn fyrir útlit, þrif og verð er því 7

Samanlögð einkunn verður því 7

Jónas Þór Karlsson

Smá könnun

Er stemmning fyrir því að ég byrji að setja uppskrifir inn aftur

endilega skrifið ummæli :)


Best að byrja

Jæja flensan löngu farinn og ég að komast í gírinn á mánudag mun ég byrja á að setja inn uppskriftir aftur

Bilanir og flensa

Sæl verið þið ég hef ekki getað sett uppskriftir undanfarna daga vegna bilana í vefaranum mínum nú virkar hann en ég er búinn að vera með flensu alla vikuna ég reikna með að setja uppskriftir inn á ný um leið og ég er orðinn frískur aftur!

Finnlandsferð!!

Frá og með 16. janúar 2009 til og með 9. febrúar 2009 verða ekki settar inn uppskrifir vegna þess að ég verð staddur í starfsnámi í Finnlandi!

Engar uppskriftir um helgar!

Munið að það eru ekki uppskriftir um helgar! (Laugardag og sunnudag (Það var bilun í gær))


Gleðileg jól

Og farsælt komandi ár!

Sæl öll sömul

Eins og flestir örugglega hafa tekið eftir hefur gengið hálf illa að setja uppskriftir inn hjá mér. Ástæðan er sú að það er búið að vera brjálað að gera hjá mér. Ég er búinn að vera að passa skólann og vinnuna og svo er ég búin að vera að taka meirapróf. Uppskrift dagsins mun byrja aftur þegar ég er kominn úr jóla fríi (5. Jan. 2009) þangað til góðar stundir!

PS! Skoðanakönnun

<--------------------


Uppskrift dagsins 11/10-2008 => Sítrónubúðingur

4 blöð matarlím

2 egg

50 g. sykur

1/2 tsk. rifinn sítrónu börkur

1/2-3/4 dl. sítrónusafi

2 dl. rjómi

Aðferð:

  1. Takið til allt efni (rífið börk og kreistið safa ef þarf, veljið skál o.s. frv.)
  2. Leggið matarlímsblöð í bleyti í ískalt vatn.
  3. Þeytið egg og sykur.
  4. Þeytið rjóma.
  5. Hellið vatninu af matarlíminu og bræðið yfir vatnsbaði (fyrir óvana) eða í örbylgjuofni (fyrir vana).
  6. kælið með ávaxtasafa í 37°c.
  7. Hellið í mjórri bunu út í eggjahræruna, hrærið í með sleikju, alltaf frá botninum.
  8. Blandið rjóma saman við.

Verði ykkur að góðu (Þetta er mjög gott!)


Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Þór Karlsson

Höfundur

Jónas Þór Karlsson
Jónas Þór Karlsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Jóhanna
  • Markó að seigja Helgu hvar skíðasafnið er
  • Ræstingarkonurnar
  • Ein að afgreiða
  • Man ekki hvað hún heitir :)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband