Matargagnrýni 8. maí 2013 -- Aurora restaurant (Icelandair hotel Akureyri)

Undirritaður fór á Aurora miðvikudaginn 8. maí 2013.

Forréttur var: Carpaccio.
Rétturinn var framreiddur á viðeigandi diski og var rétturinn mjög snyrtilega framreiddur á disknum. Rétturinn var mjög bragðgóður og sósan/dressingið sem var yfir var alveg einstaklega gott. Skammturinn var ekki of lítill, en það var ekki verið að spara sem er gott, oft fær maður bara tvær ræmur sem lítið gagn er af en þessi skammtur huldi allann diskinn og þannig á það að vera. Það verður að segjast eins og er að þetta er besta Carpaccio sem undirritaður hefur nokkurntímann smakkað. Miðað við að rétturinn kosti 1690 kr. er maður virkilega að fá eitthvað fyrir aurinn.
Forrétturinn fær því einkunnina 10

Aðalréttur var: Hreindýraborgari.
Rétturinn var framreiddur á passlegum diski og var skammturinn hæfilega stór. Hinsvegar hefði undirritaður sett aðeins meiri tómatsósu í skálina sem fylgdi, það var smá pláss eftir en þegar sósan var búinn voru enn eftir 4 kartöflubitar. Bragðið var gott en hamborgarinn hefði mátt vera aðeins meira kryddaður. Hlutföll á disknum voru alveg hárrétt og fær staðurinn hrós fyrir það líka að ekki var verið að spara kjötið í réttinn. Smá pinna hafði verið stungið í miðjan borgarann sem er nokkuð sniðugt því oft þegar maður snæðir svona borgara vill hann liðast í sundur en þarna var komið í veg fyrir það. Frönskurnar sem fylgdu voru alveg eins og franskar eiga að vera (stökkar en samt ekki harðar) og voru þetta ekki venjulegar þunnar sjoppufranskar heldur stór og góð kartöflustykki. Maturinn var vel eldaður og passlega heitur þegar hann kom á borðið. Rétturinn mettaði vel.
Aðalréttur fær því einkunnina 8,5

Eftirréttur var: "Himnesk súkkulaðikaka - stoltið okkar borin fram með mjólkurís" (skv. matseðli) og bolli af Macchiato.
Kaffidrykkurinn var góður og fylgdi súkkulaðibiti með honum.
Kakan var borin fram á hæfilega stórum disk með ískúlunni öðru meginn við kökuna og rjómatopp hinum megin. Diskurinn var snyrtilega skreyttur og hlutföll voru í lagi. Skammturinn var hæfilega stór. Undirritaður hefði þó frekar borið kökuna fram volga en það er kannski smekksatriði.
Eftirréttur fær því einkunnina 9,5

Þjónustan var á heildina litið góð. Lítið var að gera á staðnum en einungis 4 aðrir gestir voru á staðnum. Þjónninn var mjög almennilegur (var bara 1 (enda ekki þörf á fleiri)), Þjónninn vissi nákvæmlega hvað var í réttunum og þykir það mjög gott. Þjónninn gat mælt með réttum (öðrum en þeim dýrasta). Þjónninn fylgdist vel með hvort eitthvað vantaði meðan hann var í salnum en á tíma fannst undirrituðum hann vera full lítið í salnum. Dregið er niður fyrir að manni var ekki boðið upp á tannstöngla en undirritaður tók eftir að það var ekki gert á hinum borðunum heldur. Þjónninn var samt mjög almennilegur (kom vel fram við gestina), og snyrtilegur til fara.
Þjónustan fær því einkunnina 8

Útlit veitingahússins er smekklegt en það er í þessum klassíska Icelandair hotels stíl. Glös og hnífapör voru mjög vel pússuð og borðin voru snyrtilega uppdekkuð. Tauservíettur eru notaðar á staðnum og eru þær fallega brotnar en á borði undirritaðs voru krá (einnig kölluð swinx) og blævængur. Tiltölulega hljóðlátt var á staðnum en það er dálítið hkjóðbært úr eldhúsinu og mátti meðal annars heyra starfsmann syngja. Tónlist var vel stemd á staðnum (en kannski óþörf fyrst starfsmenn séu músikalskir :) ) Gluggi er á hurðinni inn í eldhús og tók undirritaður eftir því að það fyrir innann gengu menn ekki með kokkahúfur sem er náttúrulega ekki gott mál. Verð á forrétti var passlegt þar sem kjötið sem notað er í Carpaccio er frekar dýrt en verð á aðalrétti er full hátt en það er 2650 kr. eftirrétturinn kostar 1450 kr. en miðað við að maður sé á 3ja stjörnu hóteli er það kannski ekki svo slæmt
Einkunn fyrir annað er því 7,5

Samanlögð einkunn verður því: 8,7

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Þór Karlsson

Höfundur

Jónas Þór Karlsson
Jónas Þór Karlsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Jóhanna
  • Markó að seigja Helgu hvar skíðasafnið er
  • Ræstingarkonurnar
  • Ein að afgreiða
  • Man ekki hvað hún heitir :)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband