Matargagnrýni 13. júlí 2012 -- Greifinn Akureyri

Undirritaður fór á Greifann föstudagskvöldið 13. júlí 2012.

Forréttur var Moarella stangir með salsasósu
Rétturinn var snyrtilega framreiddur á passlegum diski og hlutföll voru í lagi. Bragð var gott líka og maturinn var passlega heitur þegar hann var kominn á borðið
Forrétturinn fær einkunnina 10

Aðalréttur var Bérnaise steik ("Að hætti Bérnaise bræðra" á matseðli) með grænmeti og frönskum kartöflum
Rétturinn var snyrtilega framreiddur á passlegum diski. Hitastig var passlegt þegar rétturinn kom á borðið. Skammturinn var passlegur að stærð en kokkurinn hefur eitthvað misskilið hinn klassíska "disk" sem öllum er kennt en samkvæmt honum á hlutfall grænmetis, kjöts og kartöflur að vera 1/3. Hlutföllin voru hinsvegar 1/4 kjöt, 1/4 kartöflur og 1/2 grænmeti þar sem að það var salat á diskinum en undir steikinni leyndist einnig steikt grænmeti sem undirritaður vill helst geyma á öðrum stað en undir steikinni en það er kannski smekksatriði. Saltflögum hafði verið stráð yfir til skrauts en það var kannski full mikið. Sósan fylgdi í lítilli skál á disknum en að mati undirritaðs hefði mátt fylgja aðeins meiri sósa þar sem hún ekki dugði alveg fyrir allan skammtinn. Steikin var pöntuð medium steikt en annar bitinn var rare meðan hinn var í lagi
Aðalrétturinn fær einkunnina 6,5

Eftirrétturinn var Volg súkkulaði kaka með ís og rjóma
rétturinn var mjög snyrtilega framreiddur á passlegum diski. á matseðlinum stóð volg súkkulaðikaka en hún var í raun frekar heit því hún kom beint úr ofninum en það skemmdi sko ekki fyrir. Hlutföll voru alveg eins og þau eiga að vera og var rétturinn hreint út sagt gómsætur
Eftirrétturinn fær einkunina 10

Þjónustan var á heildina litið góð. Mikið var að gera á staðnum og var biðtími eftir borði 25 mínútur (þjónn í móttöku gaf upp 15-20 mínútna bið). Greinilegt var að álag var á starfsfólki þar sem það gleymdist að láta undirritaðan fá drykkina sína (vatn og gos) en þjónninn sá það þegar hún kom með forréttin og var snögg að kippa því í lag. Bið milli forréttar og aðalréttar var full löng en hún var 25 mínútur. Þjónar voru mjög almennilegir og komu með tannstöngla án þess að það þurfti að biðja um það.
Þjónusta fær einkunnina 8

Útlit veitingahússins er mjög smekklegt og var það mjög snyrtilegt og þrifalegt (sérstaklega miðað við hvað var mikið að gera). Hnífapör og glös voru vel pússuð. Eitt vandamál er þó við þennan stað og er það hávaðinn sem alltaf er þarna og er það líklegast vegna þess að salurinn er svona opinn og mikið af fólki sem talar saman gefur náttúrulega mikið hljóð frá sér. verð er í lagi en svona máltíð með 1/2 l af gosi og 10% KEA korts afslátt (sem veitingahúsið að sjálfsögðu fær prik fyrir) kostar 7.370 kr.
Einkunn fyrir útlit, þrif, verð og frið er því 8

Samanlögð einkunn er því 8,5

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Þór Karlsson

Höfundur

Jónas Þór Karlsson
Jónas Þór Karlsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Jóhanna
  • Markó að seigja Helgu hvar skíðasafnið er
  • Ræstingarkonurnar
  • Ein að afgreiða
  • Man ekki hvað hún heitir :)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband