Matargagnrýni 20. júlí 2013 -- Hótel Hellnar

Undirritaður fór ásamt tveim öðrum á Hótel Hellnar (á Snæfellsnesi) 20. júlí 2013 og snæddi kvöldverð

 

Forréttur var: Humarsalat

Rétturinn var framreiddur á viðeigandi diski og var rétturinn mjög snyrtilega framreiddur á disknum. Rétturinn var bragðgóður og skammturinn var stór miðað við forrétt. Hlutföll voru ekki alveg í lagi þar sem of mikið salat var miðað við magnið af humri. Fyrir þennann rétt er maður hinsvegar að fá mikið fyrir peningin því hann kostar ekki nema 1500 kr.

Forrétturinn fær því einkunnina 9

 

Aðalréttur var: Nautasteik
Rétturinn var framreiddur á passlegum diski og var skammturinn hæfilega stór.

Hinsvegar voru hlutföllinn ekki alveg í lagi þar sem of mikið var af grænmeti og kartöflum á disknum miðað við kjöt. Rétturinn var bragðgóður en kjötið var full vel kryddað. Hitastig var fullkomið þegar diskurinn kom á borðið en biðtíminn var 34. mín. sem þykir full mikið.

Aðalréttur fær því einkunnina 6

 

Eftirréttur var: Rjómaís frá Erpsstöðum

Rétturinn var mjög góður og framreiddur á mjög passlegum diski sem var fallega skreyttur

Skammtastærð var passleg.

Eftirréttur fær því einkunnina 10

 

Þjónustan var á heildina litið góð. Starfsmaður í gestamóttöku kunni ekki íslensku sem gerði það að verkum að mikill misskilningur fór í gang, þjónar töluðu ensku við hópinn sem varð til þess að við héldum að þeir kunnu ekki íslensku að því að móttökustarfsmaðurinn gerði það ekki. Þetta fattaðast ekki fyrr en greiða átti fyrir máltíðina, þá var það íslenskur maður sem sá um það og þjónninn heyrði að undirritaður talaði íslensku, ekki verður þetta þó til frádráttar í einkunn þar sem um algjöran misskilning var að ræða sem bjargaðist í lokin. Mikið var að gera á staðnum en þjónusta fór samt vel fram. Þjónar gátu mælt með réttum (öðrum en þeim dýrasta). Þjónar fylgdust vel með hvort eitthvað vantaði. Þjónar voru mjög almennilegir en full stressaðir og missti einn hnífapör á gest við hreinsun borðs. Þeir voru einnig snyrtilegir til fara og undirritaður tók eftir því að þjónar báru matinn alltaf fram réttu meginn.

Þjónustan fær því einkunnina 9

 

Útlit veitingahússins er smekklegt en það er í fallegum sal. Glös og hnífapör voru mjög vel pússuð og borðin voru snyrtilega uppdekkuð. Sérvéttur með brotum eru notaðar á salnum. Hávaði var í salnum en var það líklegast vegna þess að hann var fullur, þrátt fyrir það var hægt að halda uppi samræðum með góðu móti og er það líklegast vegna þess að salurinn er ekki eins opinn og á mörgum öðrum stöðum, er hann því ekki eins hljóðbær, t.d. er veggur/skápur í miðjum sal sem brýtur aðeins upp hljóðið. Engin tónlist var á staðnum sem var bara mjög notalegt. Verð á forrétti og eftirrétti var í lagi en verð á aðalrétti var fullhátt miðað við gæði

Einkunn fyrir annað er því 9

 

Samanlögð einkunn verður því: 8,6


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Þór Karlsson

Höfundur

Jónas Þór Karlsson
Jónas Þór Karlsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

241 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • Jóhanna
  • Markó að seigja Helgu hvar skíðasafnið er
  • Ræstingarkonurnar
  • Ein að afgreiða
  • Man ekki hvað hún heitir :)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband