Matargagnrýni 29. maí 2013 -- Strikið

 

Undirritaður fór á Strikið 29. maí 2013.

 

Forréttur var: Hvítlauksbrauð.

Rétturinn var framreiddur á passlegum disk og var hann hafður snyrtilegur. Smá salat fylgdi með brauðinu og voru hlutföll í lagi. Hinsvegar höfðu matreiðslumenn farið full sparlega með bæði hvítlaukinn og ostinn þannig að rétturinn var ekki nógu bragðmikill. Rétturinn virkaði eins og forréttur á að gera þ.e. að vekja matarlystina hjá manni. Biðtími var hæfilegur (6 mín.)

Forrétturinn fær því einkunina: 8

 

Aðalréttur var: Grímseyjarsvartfugl með bláberjasósu.

Rétturinn var framreiddur á passlegum diski og var skammturinn hæfilega stór. Bragð réttarins var gott en því miður ekki nógu mikið, matreiðslumenn staðarins mættu vera örlítið duglegri með kryddbaukana. Skammtastærðin var í lagi en hlutföllinn voru ekki alveg rétt, kartaflan var aðeins of lítil og aðeins meira grænmeti hefði mátt fara á diskinn. Grænmetið var haft undir kjötinu sem, eins og undirritaður áður hefur talað um, undirrituðum ekki þykir hæfilegur staður en þetta virðist vera mikið í tísku núna. Kartaflan, sem var bökuð, var alveg fullkomin samt sem áður. Rétturinn var því miður ekki nógu heitur þegar hann barst á borðið en biðtimi var samt hæfilegur (10 mín.) auk þess sem diskurinn var kaldur sem kælir réttinn enn meira

Aðalrétturinn fær því einkunina: 5

 

Eftirréttur var: Créme brulée með vanilluís

Rétturinn var borinn fram á passlegum diski og voru hlutföll í lagi. Diskurinn var snyrtilega skreyttur en undirritaður tók reyndar eftir skemmdum í sjálfum disknum sem þykir frekar ósnyrtilegt. Rétturinn var mjög góður en Créme bruléeið var samt aðeins of þunnt. Biðtími var 15 mínútur sem er í lagi þar sem nokkuð var orðið að gera á staðnum á þessum tímapunkti.

Eftirrétturinn fær því einkunina: 8

 

Þjónustan var á heildina litið í lagi en þjónar voru full stressaðir með að taka pöntun frá manni, voru þjónar búnir að koma þrisvar að borðinu áður en undirritaður hafði ákveðið sig. Þegar komið var á staðinn var ekki mikið að gera en þegar komið var að aðalrétti var orðið þónokkuð að gera. Þjónar voru snyrtilegir og mega eiga það að þjónustulundin var góð hjá þeim flestum. Brauð og pestó var borið fram milli rétta og var ábót boðin á það, þjónninn se, gerði það var reyndar mjög þurr í samskiptum. smá ruglingur varð við eftirréttarpöntunina en þjónninn sem stóð að henni náði að bjarga sig vel út úr því og fær plús fyrir það. undirritaður tók eftir því að nokkrum gestum var vísað að óuppdekkuðum borðum sem ekki er gott.

Þjónustan fær því einkunina: 6

 

Veitingastaðurinn var snyrtilegur og smekklega uppsettur, salurinn er hinsvegar full opinn og er því hávaði mikill þegar gestir eru orðnir nokkrir. Hnífapör og glös voru vel pússuð og borðin voru snyrtileg. Tónlist var lágt stemmd þannig að hún varð ekki að truflun. Matseðillinn er hinsvegar illa uppsettur á staðnum og mjög ruglingslegur og þurfti undirritaður aðstoð þjóns til að botna í honum. Aðrir viðskiptavinir heyrðust kvarta yfir köldum mat þannig að það virðist vera viðvarandi vandi á staðnum. Einnig þótti undirrituðum verð of hátt á staðnum þegar að hann rann yfir matseðilinn sérstaklega miðað við gæðin. Verð var semsagt í hærri kantinum og tekur undirritaður nú eftir við skoðun nótu frá staðnum að þjónninn gleymdi að rukka fyrir drykki sem er gott fyrir viðskiptavinin, en sömuleiðis læmt fyrir staðinn.

Annað fær því einkunina: 4

 

Samanlögð einkunn verður því: 6,2

 

Jónas Þór Karlsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Þór Karlsson

Höfundur

Jónas Þór Karlsson
Jónas Þór Karlsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Jóhanna
  • Markó að seigja Helgu hvar skíðasafnið er
  • Ræstingarkonurnar
  • Ein að afgreiða
  • Man ekki hvað hún heitir :)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband