Mánudagur, 26. ágúst 2013
Matargagnrýni 26. ágúst 2013 -- Íslenska Hamborgarafabrikkan (Akureyri)
Undirritaður fór á Íslensku Hamborgarafabrikkuna 26. ágúst 2013 og snæddi kvöldverð
Aðalréttur var: Húsdýragarðurinn
Þetta er ungnauta og lambabrogari (sitt í hvoru lagi) með beikoni og eggi o.s.frv. (sjá matseðil á fabrikkan.is nr. 12).
Aðalréttur fær því einkunnina 8
Eftirréttur var: Skyrterta fabrikkunnar
Kakan var borin fram á hæfilega stórum disk með jarðarberjakompotti sem var svona hálfpartinn sullað á diskinn og var ekkert búið að skreyta diskinn. Bragð kökunar var hálf dauft og ekki eins ferskt bragð og er yfirleitt af skyrtertum. Biðtími 3 mín.
Eftirréttur fær því einkunnina 6,5
Þjónustan var á heildina litið í lagi. Þjónarnir voru snyrtilegir til fara og kurteisir, þjónarnir gátu mælt með réttum (öðrum en þeim dýrasta). Þjónar voru þó ekki alveg með á hreinu hvort að gestir höfðu pantað og kom til dæmis einn til undirritaðs til að vita hvort hann hefði pantað sem er þó betra heldur en ef undirritaður hefði ekki verið búinn að panta og enginn hefði komið. Þjónar fylgdust ekki nógu vel með hvort allt væri í lagi hjá gestunum, einn þjónn meira að segja var í þónokkurn tíma að spjalla við vinkonu sína sem var gestur á staðnum, það þykir undirrituðum ekki heppilegt. Einnig er dregið niður fyrir að manni var ekki boðið uppá tannstöngla fyrr en við útgangin
Þjónustan fær því einkunnina 5
Útlit veitingahússins er smekklegt. Hnífapör voru mjög vel pússuð. Dregið er niður fyrir að ekki eru notuð alvöru glerglös á staðnum en notuð eru plastglös. Undirritaður var hinsvegar ósáttur við að borðið sem hann var settur við var óhreint og sýndist honum það vera þannig að þegar gestir yfirgáfu borðin voru þau bara tæmd en ekki þrifin. Salurinn er ekki eins opinn og á mörgum öðrum stöðum sem er gott því þá var ekki eins mikill hávaði og er á mörgum öðrum stöðum. Hinsvegar var tónlistin full hátt stemd og mikill hávaði er frá eldhúsi ef maður situr framan í salnum (við götuna) þar sem gat er inn í eldhúsið þeim megin. Gólfið var heldur ekki vel þrifið og þótti undirrituðum það frekar óhreint miðað við hvað var lítið að gera á staðnum. Gluggar voru einnig óhreinir en sjá mátti fjölda handafara á þeim. Undirrituðum þykir verðið á staðnum full hátt en gosglas kostar 335 kr., aðalrétturinn 2395 kr., og skyrtertan 995 kr., samtals 3725 kr.
Einkunn fyrir annað er því 3
Samanlögð einkunn verður því: 5,6
Rétturinn var framreiddur á passlegum diski og var skammturinn hæfilega stór.
Hinsvegar voru hlutföllinn ekki alveg í lagi þar sem aðeins of lítið var af frönskum kartöflum miðað við hamborgaran. Rétturinn var mjög bragðgóður og passlega kryddaður og fær staðurinn + fyrir grillbragðið sem meira að segja var af kjötinu sem auk þess var passlega eldað.
Skilti hafði verið stungið í miðjan borgarann sem er nokkuð sniðugt því oft þegar maður snæðir svona borgara vill hann liðast í sundur en þarna var komið í veg fyrir það. Frönskurnar voru full mjúkar auk þess sem þetta voru "venjulegar sjoppufranskar". Passlegur skammtur fylgdi af tómatssósu en ef menn þurftu meira var flaska staðsett á borðinu. Skálin sem tómatssósan var framreidd í skemmtilegri skál sem var einhverskonar míní-útgáfa af bökunarskál sem margir eiga í eldhúsinu. Maturinn var vel eldaður og passlega heitur þegar hann kom á borðið. Rétturinn mettaði vel. Biðtími var 7 mín. sem er passlegt.Aðalréttur fær því einkunnina 8
Eftirréttur var: Skyrterta fabrikkunnar
Kakan var borin fram á hæfilega stórum disk með jarðarberjakompotti sem var svona hálfpartinn sullað á diskinn og var ekkert búið að skreyta diskinn. Bragð kökunar var hálf dauft og ekki eins ferskt bragð og er yfirleitt af skyrtertum. Biðtími 3 mín.
Eftirréttur fær því einkunnina 6,5
Þjónustan var á heildina litið í lagi. Þjónarnir voru snyrtilegir til fara og kurteisir, þjónarnir gátu mælt með réttum (öðrum en þeim dýrasta). Þjónar voru þó ekki alveg með á hreinu hvort að gestir höfðu pantað og kom til dæmis einn til undirritaðs til að vita hvort hann hefði pantað sem er þó betra heldur en ef undirritaður hefði ekki verið búinn að panta og enginn hefði komið. Þjónar fylgdust ekki nógu vel með hvort allt væri í lagi hjá gestunum, einn þjónn meira að segja var í þónokkurn tíma að spjalla við vinkonu sína sem var gestur á staðnum, það þykir undirrituðum ekki heppilegt. Einnig er dregið niður fyrir að manni var ekki boðið uppá tannstöngla fyrr en við útgangin
Þjónustan fær því einkunnina 5
Útlit veitingahússins er smekklegt. Hnífapör voru mjög vel pússuð. Dregið er niður fyrir að ekki eru notuð alvöru glerglös á staðnum en notuð eru plastglös. Undirritaður var hinsvegar ósáttur við að borðið sem hann var settur við var óhreint og sýndist honum það vera þannig að þegar gestir yfirgáfu borðin voru þau bara tæmd en ekki þrifin. Salurinn er ekki eins opinn og á mörgum öðrum stöðum sem er gott því þá var ekki eins mikill hávaði og er á mörgum öðrum stöðum. Hinsvegar var tónlistin full hátt stemd og mikill hávaði er frá eldhúsi ef maður situr framan í salnum (við götuna) þar sem gat er inn í eldhúsið þeim megin. Gólfið var heldur ekki vel þrifið og þótti undirrituðum það frekar óhreint miðað við hvað var lítið að gera á staðnum. Gluggar voru einnig óhreinir en sjá mátti fjölda handafara á þeim. Undirrituðum þykir verðið á staðnum full hátt en gosglas kostar 335 kr., aðalrétturinn 2395 kr., og skyrtertan 995 kr., samtals 3725 kr.
Einkunn fyrir annað er því 3
Samanlögð einkunn verður því: 5,6
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Jónas Þór Karlsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.