Sunnudagur, 12. október 2008
Uppskrift dagsins 12/10-2008 => Pönnukökur
1 dl. mjólk
2 egg
125 g. hveiti
1/2 tsk. lyftiduft
1/4 tsk. natrón (matarsódi)
1/4 tsk. salt
25 g. smjörlíki, brætt á pönnukökupönnu
1-2 dl. mjólk
1/4 tsk kardimommuduft eða vanilla
ATH: notið meiri mjólk til að þynna deigið ef þið treystið ykkur til að steikja þunnar pönnukökur
Aðferð:
- Setjið egg og 1 dl. af mjólk í skál og þeytið vel saman.
- Setjið þurrefnin út í og þeytið þar til deigið er kekkjalaust.
- Hellið bræddu smjörlíkinu saman við og þynnið með mjólkinni eftir þörfum.
- Þið fáið fljótt tilfinningu fyrir þykktinni en byrjið frekar með of þykkt deig en þunnt því betra er að þynna en þykkja.
- Veljið eldavélarhellu jafn stóra og pönnuna og hitið í góðan meðalhita.
- Hellið lítilli ausu af deigi á pönnuna, hallið henni þannig að deigið þekji pönnuna.
- Snúið kökunni við með spaða þegar hún er orðin þurr að ofan og barmarnir byrjaðir að brúnast.
- Staflið á disk og vefjið upp með sykri eftir bakstur.
- Ef á að bera þær fram kaldar með t.d. rjóma eða annarri fyllingu þarf að umstafla þeim eftir bakstur, annars vilja þær festast saman.
Verði ykkur að góðu
Flokkur: Uppskriftir | Breytt 13.10.2008 kl. 17:28 | Facebook
Um bloggið
Jónas Þór Karlsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 24065
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.