Miðvikudagur, 15. október 2008
Uppskrift dagsins 15/10-2008 => Heitur sveppa- brauðréttur
12 sneiðar formbrauð
1/2 dl rjómi
200 g. sveppa smurostur
1 msk. majones
6 grænir langir aspasstilkar
1 dós sveppir
200 g góð skinka í bitum
1 msk sætt sinnep
1 msk dijon sinnep
50 g. rifinn ostur
kød og grill krydd
Aðferð:
Takið til allt hráefni, skorið og rifið.
Hitið saman í potti, rjómasmurost, sveppi, skorinn aspas og 1 dl. sveppasoð úr dósinni. Kryddið með sinnepi og kryddi. Hrærið vel saman þar til blandan fer að þykkna, en má ekki sjóða.
Skerið brauðið í jafna bita og raðið í smurt eldfast mót. skerið skinkuna í bita og blandið saman við sósuna í pottinum og hellið síðan yfir brauðið. stráið rifna ostinum yfir og bakið við 200°c í um 25 mín., eða þar til osturinn hefur fengið fallegan lit.
Verði ykkur að góðu
Flokkur: Uppskriftir | Facebook
Um bloggið
Jónas Þór Karlsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.