Uppskrift dagsins 16/10-2008 => Ofnbakaður lax með hollenskri sósu

Ofnbakaður lax:

800 g. laxaflak, tilsnyrt og beinhreinsað

1 stk. sítróna

salt og hvítur pipar úr kvörn

 

Aðferð:

Skerið laxinn í átta eða fjögur jafnstór stykki.

Skerið niður að roðinu og leggið stykkið þannig að það myndi fiðrildi.

Látið í smurða ofnskúffu.

Kreistið sítrónusafa yfir og saltið og piprið.

Bakið við 180°C í ofni í 10-20 mín. eftir stærð.

 

Hollensk sósa:

2 msk. edik

4 msk. vatn

hvítur pipar

lárviðarlauf

 

Aðferð:

Allt soðið niður um helming, sigtað og kælt.

500 g. smjör brætt og látið standa smá stund.

5 eggjarauður þeyttar yfir hita þar til þær verða stífar þá er smjörinu blandað saman við í mjórri bunu og þeytt stanslaust á meðan þá er sósan bragðbætt með ediksvatninu og ef með þarf sítrónusafa.

Ef sósan er of þykk má þynna hana með volgu vatni.

 

Þeir sem nenna ekki að gera sósuna geta búið til hollenska sósu úr pakka og þá er notuð uppbökunaraðferð. (Ég mæli samt með því að maður búi hana sjálf(ur) til!)

 

Verði ykkur að góðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Þór Karlsson

Höfundur

Jónas Þór Karlsson
Jónas Þór Karlsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Jóhanna
  • Markó að seigja Helgu hvar skíðasafnið er
  • Ræstingarkonurnar
  • Ein að afgreiða
  • Man ekki hvað hún heitir :)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband