Mánudagur, 9. mars 2009
Uppskrift dagsins 9/3-2009 => Koríander pönnukökur með laxi
2 dl. hveiti
Smá salt
3 dl. mjólk
2 egg
2 msk. olía
Útbúið pönnukökudeig. Bakið 6-8 pönnukökur úr deiginu.
300 g. laxaflök
150 g. sýrður rjómi
salt & pipar
1 bolli ferskt kóríander
2 msk. sítrónusafi
Aðferð:
Saxið kóríander smátt.
Smyrjið sýrða rjómann á pönnukökurnar. Skerið laxinn í þunnar sneiðar og raðið jafnt á pönnukökurnar. Kryddið með salti & pipar. Dreifið sítrónusafa yfir laxinn og stráið kóríander yfir.
Rúllið pönnukökurnar upp, setjið í smurt eldfast mót og bakið í ofni í 4 mín. við 180°C.
Kælið og skerið niður í fallegar sneiðar.
Verði ykkur að góðu!
Flokkur: Uppskriftir | Facebook
Um bloggið
Jónas Þór Karlsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 24065
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.