Uppskrift dagsins fer í frí!

ég set ekki fleiri uppskriftir inn fyrr enn á mánudag!

Góða helgi


Uppskrift dagsins 25/9-2008 => Pítsa/Pizza

Pitsudeig:

3 dl. vatn (eða 2 dl. vatn og 1 dl. pilsner)

4 1/2 tsk. ger

2 tsk. salt

3 msk. olía

7 1/2 dl. hveiti

Aðferð:

Hnoðið deigið í hrærivél og látið hefast, breiðið út setjið á plötu og setjið sósu og álegg á. bakist við 180°c

 Verði ykkur að góðu


Uppskrift dagsins 24/9-2008 => Rúlluterta

3 egg

125 g. sykur

100 g. hveiti

1 tsk. lyftiduft

2-6 msk sulta

Aðferð:

  1. takið til efni og kveikið á ofni
  2. búið til pappírsskúffu
  3. þeytið egg og sykur að léttri froðu
  4. sigtið þurrefnin út í og blandið varlega saman
  5. Bakið í miðjum ofni við ca. 200 °c í 5-8 mín
  6. takið út og látið kólna í 5 mín
  7. hvolfið á sykurstráðan pappír
  8. smyrjið sultu yfir kökuna og rúllið henni upp

Verði ykkur að góðu


Uppskrift dagsins 23/9-2008 => Gulrótamauksúpa

400 g. gulrætur

150 g. laukur

75 g. smjör

75 g. hrísgrjón

1 tsk. timian

1 1/2 l. ljóst soð ( 1 1/2 l. vatn + 1 msk kjúklingakraftur + 1 msk grænmetiskraftur)

60 g. kalt smjör

Aðferð:

Brytjið gulræturnar og laukinn smátt og svitið/kraumið í smjörinu, bætið grjónum og timian út í ásamt soðinu og sjóðið við vægan hita þar til grænmetið er komið í mauk (30 mínútur).

þá er súpan maukuð með töfrasprota og kalda smjörið maukað með.

smökkuð til með salti og pipar og e.t.v. smá sykri.

Borið fram með góðu brauði.

 

Þetta er bragðgóð og mettandi súpa. Ég mæli með henni!

Verði ykkur að góðu


Uppskrift dagsins 22/9-2008 => Grunndeig fyrir súpubrauð

6 dl. volgt vatn

2msk. ger

1 msk. sykur

1 msk. salt

4 msk. olía

900 g. hveiti

 

Aðferð:

Leysið gerið upp í vatninu, blandið sykri, salti, olíu og hveiti saman við og hnoðið í hrærivél þar til deigið er samfellt og losnar frá skálarbörmum.

Látið hefast í 1 1/2 klst.

Hnoðið og mótið bollur eða brauð, látið hefast í 10-15 mín. og bakið við 180 °c í 12 mín.

í þetta deig má setja sólþurrkaða tómata, hvítlauk, saxaðar kryddjurtir eða ost einnig má nota deigið í fyllt brauð.

 

Verði ykkur að góðu


Uppskrift dagsins 19/9-2008 => Blómkálssúpa

Velútesúpa (grunnsúpa fyrir súpur sem þykktar eru með smjörbollu)

1 l. ljóst soð (1 l. vatn og 1 msk. kjúklingakraftur og 1/2 msk grænmetiskraftur)

Jafnað með smjörbollu (50 g. af smjörlíki og 50 g hveiti) soðið í 10 mín.

ATHUGIÐ AÐ ÚTBÚA SOÐ

 

Blómkáls súpa

250 g. blómkál

1 l. velútesúpa

150 ml. rjómi

250 ml. soð ATH umfram því sem er í velútesúpu

Aðferð:

Blómkálið er skorið í hæfilega bita og soðið í soðinu í 10 mín.

Hellið blómkálinu og soðinu saman við velútesúpuna, smakkið til, blandið rjómanum saman við.

Borin fram með nýbökuðu snittubrauði

 

Verði ykkur að góðu


Uppskrift dagsins 18/9-2008 => Vínarbrauð

1 1/2 bolli hveiti

1 tsk lyftiduft

1/2 bolli sykur

1/2 tsk vanillusykur (EKKI DROPA!)

1/4 tsk kardimommur ef vill

75 - 100 g. smjörlíki

1 egg

mjólk til að hnoða upp í hæfilega mjúkt ef þarf

ATH: minnka má hveitið og hafa 1/2 bolla af heilhveiti í staðinn

 

AÐFERÐ:

Blandið saman þurrefnonum í skál. myljið smjörlíkið saman við. hellið síðan vökvan út í skálina (egg, mjólk) og hrærið deigið saman með sleif. hnoðið það svo á borði þar til það er samfellt. athugið að líklega þarf hveiti til viðbótar svo deigið verði ekki of blautt. breitt út skorið í lengjur og rabbabarasulta á milli bakað í ca. 10 - 15 mín við 200°c


Ný síða!

Var orðinn þreyttur á gamla ætla að prufa þetta fréttir koma innan skamms Smile

Gamla síðan: www.blog.central.is/jonask


« Fyrri síða

Um bloggið

Jónas Þór Karlsson

Höfundur

Jónas Þór Karlsson
Jónas Þór Karlsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Jóhanna
  • Markó að seigja Helgu hvar skíðasafnið er
  • Ræstingarkonurnar
  • Ein að afgreiða
  • Man ekki hvað hún heitir :)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband