Uppskrift dagsins 15/10-2008 => Heitur sveppa- brauðréttur

12 sneiðar formbrauð

1/2 dl rjómi

200 g. sveppa smurostur

1 msk. majones

6 grænir langir aspasstilkar

1 dós sveppir

200 g góð skinka í bitum

1 msk sætt sinnep

1 msk dijon sinnep

50 g. rifinn ostur

kød og grill krydd

 

Aðferð:

Takið til allt hráefni, skorið og rifið.

Hitið saman í potti, rjómasmurost, sveppi, skorinn aspas og 1 dl. sveppasoð úr dósinni. Kryddið með sinnepi og kryddi. Hrærið vel saman þar til blandan fer að þykkna, en má ekki sjóða.

Skerið brauðið í jafna bita og raðið í smurt eldfast mót. skerið skinkuna í bita og blandið saman við sósuna í pottinum og hellið síðan yfir brauðið. stráið rifna ostinum yfir og bakið við 200°c í um 25 mín., eða þar til osturinn hefur fengið fallegan lit.

 

Verði ykkur að góðu


Uppskrift dagsins 14/10-2008 => Vínarsneiðar (Wienersnitzel)

300 g. svínakjötssneiðar

1 egg

salt

pipar

brauðmylsna (ókrydduð)

smjörlíki

Aðferð:

dýfið sneiðarnar fyrst í hveiti, svo í egg, mjólk og kryddi, svo í brauðmylsnu. Steikið og berið fram með kartöflum og brúnni sósu.

 

Verði ykkur að góðu!


Uppskrift dagsins 13/10-2008 => Brún rúlluterta

Deig 

3 egg

1 dl. sykur

1 1/2 tsk. lyftiduft

50 g. kartöflumjöl

1 msk. hveiti

2 msk. kakó

Aðferð:

  1. takið til efni og kveikið á ofni
  2. búið til pappírsskúffu
  3. þeytið egg og sykur að léttri froðu
  4. sigtið þurrefnin út í og blandið varlega saman
  5. Bakið í miðjum ofni við ca. 200 °c í 5-8 mín
  6. takið út og látið kólna í 5 mín
  7. hvolfið á sykurstráðan pappír 

Krem:

50 g. smjör

75 g. flórsykur

1 eggjarauða

1/3 tsk. vanilla

Aðferð:

Hrært saman og sett á tertubotninn og síðan er hann rúllaður saman.

 

Verði ykkur að góðu


Uppskrift dagsins 12/10-2008 => Pönnukökur

1 dl. mjólk

2 egg

125 g. hveiti

1/2 tsk. lyftiduft

1/4 tsk. natrón (matarsódi)

1/4 tsk. salt

25 g. smjörlíki, brætt á pönnukökupönnu

1-2 dl. mjólk

1/4 tsk kardimommuduft eða vanilla

ATH: notið meiri mjólk til að þynna deigið ef þið treystið ykkur til að steikja þunnar pönnukökur

 

Aðferð:

  1. Setjið egg og 1 dl. af mjólk í skál og þeytið vel saman.
  2. Setjið þurrefnin út í og þeytið þar til deigið er kekkjalaust.
  3. Hellið bræddu smjörlíkinu saman við og þynnið með mjólkinni eftir þörfum.
  4. Þið fáið fljótt tilfinningu fyrir þykktinni en byrjið frekar með of þykkt deig en þunnt því betra er að þynna en þykkja.
  5. Veljið eldavélarhellu jafn stóra og pönnuna og hitið í góðan meðalhita.
  6. Hellið lítilli ausu af deigi á pönnuna, hallið henni þannig að deigið þekji pönnuna.
  7. Snúið kökunni við með spaða þegar hún er orðin þurr að ofan og barmarnir byrjaðir að brúnast.
  8. Staflið á disk og vefjið upp með sykri eftir bakstur.
  9. Ef á að bera þær fram kaldar með t.d. rjóma eða annarri fyllingu þarf að umstafla þeim eftir bakstur, annars vilja þær festast saman.

Verði ykkur að góðu


Uppskrift dagsins 11/10-2008 => Sítrónubúðingur

4 blöð matarlím

2 egg

50 g. sykur

1/2 tsk. rifinn sítrónu börkur

1/2-3/4 dl. sítrónusafi

2 dl. rjómi

Aðferð:

  1. Takið til allt efni (rífið börk og kreistið safa ef þarf, veljið skál o.s. frv.)
  2. Leggið matarlímsblöð í bleyti í ískalt vatn.
  3. Þeytið egg og sykur.
  4. Þeytið rjóma.
  5. Hellið vatninu af matarlíminu og bræðið yfir vatnsbaði (fyrir óvana) eða í örbylgjuofni (fyrir vana).
  6. kælið með ávaxtasafa í 37°c.
  7. Hellið í mjórri bunu út í eggjahræruna, hrærið í með sleikju, alltaf frá botninum.
  8. Blandið rjóma saman við.

Verði ykkur að góðu (Þetta er mjög gott!)


Uppskrift dagsins 1/10-2008 => Kartöflumauksúpa

1 kg. kartöflur

1 púrrulaukur

1 1/2 l. kálfasoð ( 1 msk. kjúklingakraft, 1 tsk. grænmetiskraftur & 1 tsk nautakraftur)

1 dl. rjómi

nautakjötskraftur

100 g. beikon

 

Aðferð:

Kartöflurnar eru flysjaðar og blaðlaukurinn hreinsaður og skorinn í bita. Þetta er síðan sett upp til suðu í soðinu og soðið í ca. 30 mín.

Kartöflurnar og blaðlaukurinn er maukað með töfrasprota, beikonið sett í litlum bitum út í og soðið áfram í 20 mín

bætt með rjóma

Verði ykkur að góðu


Fyrsti "snjórinn"

Jæja þá er fyrsti "snjórinn" fallin hér eru nokkrar myndir

Snjór á Akureyri 30. sept 2008 004 Snjór á Akureyri 30. sept 2008 003 Snjór á Akureyri 30. sept 2008 002 Snjór á Akureyri 30. sept 2008 001


Uppskrift dagsins 30/9-2008 => Fiskibollur

Fiskdeig:

200 g. fiskur td. ýsa eða þorskur

1 tsk. salt

1/2 laukur

1 msk. hveiti

1 msk. kartöflumjöl

ögn af pipar

season all kryddið er mjög gott í bollur

1/2 egg

1-2 dl. Mjölk

 

Aðferð:

  1. Setjið hakk (Hakkið fiskin!), lauk, salt og mjöl saman í hrærivæl eða tætara.
  2. Hrærið vel saman.
  3. Bætið eggi og vökva smátt og smátt saman við, hrærið alltaf vel á milli.
  4. Setjið aldrei allan vökvann í uppskriftinni án þess að gá að þykktinni.
  5. Hafið deigið þykkast í soðnar bollur, aðeins þynnra í steiktar og tiltölulega þynnst í búðinga sem eru bakaðir í móti

Verði ykkur að góðu


Bilun

Vegna bilunar kom engin uppskrift inn í gær

Jóla auglýsing ??

Nú finnst mér nóg komið ekki nóg með að búðirnar byrja að skreyta fyrir jólin í október en í dag 26. september heyrði ég fyrstu jóla auglýsinguna! Hvernig ætli þetta verði. Ég bara spyr!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Þór Karlsson

Höfundur

Jónas Þór Karlsson
Jónas Þór Karlsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Jóhanna
  • Markó að seigja Helgu hvar skíðasafnið er
  • Ræstingarkonurnar
  • Ein að afgreiða
  • Man ekki hvað hún heitir :)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband