Miðvikudagur, 15. október 2008
Uppskrift dagsins 15/10-2008 => Heitur sveppa- brauðréttur
12 sneiðar formbrauð
1/2 dl rjómi
200 g. sveppa smurostur
1 msk. majones
6 grænir langir aspasstilkar
1 dós sveppir
200 g góð skinka í bitum
1 msk sætt sinnep
1 msk dijon sinnep
50 g. rifinn ostur
kød og grill krydd
Aðferð:
Takið til allt hráefni, skorið og rifið.
Hitið saman í potti, rjómasmurost, sveppi, skorinn aspas og 1 dl. sveppasoð úr dósinni. Kryddið með sinnepi og kryddi. Hrærið vel saman þar til blandan fer að þykkna, en má ekki sjóða.
Skerið brauðið í jafna bita og raðið í smurt eldfast mót. skerið skinkuna í bita og blandið saman við sósuna í pottinum og hellið síðan yfir brauðið. stráið rifna ostinum yfir og bakið við 200°c í um 25 mín., eða þar til osturinn hefur fengið fallegan lit.
Verði ykkur að góðu
Þriðjudagur, 14. október 2008
Uppskrift dagsins 14/10-2008 => Vínarsneiðar (Wienersnitzel)
300 g. svínakjötssneiðar
1 egg
salt
pipar
brauðmylsna (ókrydduð)
smjörlíki
Aðferð:
dýfið sneiðarnar fyrst í hveiti, svo í egg, mjólk og kryddi, svo í brauðmylsnu. Steikið og berið fram með kartöflum og brúnni sósu.
Verði ykkur að góðu!
Mánudagur, 13. október 2008
Uppskrift dagsins 13/10-2008 => Brún rúlluterta
Deig
3 egg
1 dl. sykur
1 1/2 tsk. lyftiduft
50 g. kartöflumjöl
1 msk. hveiti
2 msk. kakó
Aðferð:
- takið til efni og kveikið á ofni
- búið til pappírsskúffu
- þeytið egg og sykur að léttri froðu
- sigtið þurrefnin út í og blandið varlega saman
- Bakið í miðjum ofni við ca. 200 °c í 5-8 mín
- takið út og látið kólna í 5 mín
- hvolfið á sykurstráðan pappír
Krem:
50 g. smjör
75 g. flórsykur
1 eggjarauða
1/3 tsk. vanilla
Aðferð:
Hrært saman og sett á tertubotninn og síðan er hann rúllaður saman.
Verði ykkur að góðu
Sunnudagur, 12. október 2008
Uppskrift dagsins 12/10-2008 => Pönnukökur
1 dl. mjólk
2 egg
125 g. hveiti
1/2 tsk. lyftiduft
1/4 tsk. natrón (matarsódi)
1/4 tsk. salt
25 g. smjörlíki, brætt á pönnukökupönnu
1-2 dl. mjólk
1/4 tsk kardimommuduft eða vanilla
ATH: notið meiri mjólk til að þynna deigið ef þið treystið ykkur til að steikja þunnar pönnukökur
Aðferð:
- Setjið egg og 1 dl. af mjólk í skál og þeytið vel saman.
- Setjið þurrefnin út í og þeytið þar til deigið er kekkjalaust.
- Hellið bræddu smjörlíkinu saman við og þynnið með mjólkinni eftir þörfum.
- Þið fáið fljótt tilfinningu fyrir þykktinni en byrjið frekar með of þykkt deig en þunnt því betra er að þynna en þykkja.
- Veljið eldavélarhellu jafn stóra og pönnuna og hitið í góðan meðalhita.
- Hellið lítilli ausu af deigi á pönnuna, hallið henni þannig að deigið þekji pönnuna.
- Snúið kökunni við með spaða þegar hún er orðin þurr að ofan og barmarnir byrjaðir að brúnast.
- Staflið á disk og vefjið upp með sykri eftir bakstur.
- Ef á að bera þær fram kaldar með t.d. rjóma eða annarri fyllingu þarf að umstafla þeim eftir bakstur, annars vilja þær festast saman.
Verði ykkur að góðu
Uppskriftir | Breytt 13.10.2008 kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 11. október 2008
Uppskrift dagsins 11/10-2008 => Sítrónubúðingur
4 blöð matarlím
2 egg
50 g. sykur
1/2 tsk. rifinn sítrónu börkur
1/2-3/4 dl. sítrónusafi
2 dl. rjómi
Aðferð:
- Takið til allt efni (rífið börk og kreistið safa ef þarf, veljið skál o.s. frv.)
- Leggið matarlímsblöð í bleyti í ískalt vatn.
- Þeytið egg og sykur.
- Þeytið rjóma.
- Hellið vatninu af matarlíminu og bræðið yfir vatnsbaði (fyrir óvana) eða í örbylgjuofni (fyrir vana).
- kælið með ávaxtasafa í 37°c.
- Hellið í mjórri bunu út í eggjahræruna, hrærið í með sleikju, alltaf frá botninum.
- Blandið rjóma saman við.
Verði ykkur að góðu (Þetta er mjög gott!)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. október 2008
Uppskrift dagsins 1/10-2008 => Kartöflumauksúpa
1 kg. kartöflur
1 púrrulaukur
1 1/2 l. kálfasoð ( 1 msk. kjúklingakraft, 1 tsk. grænmetiskraftur & 1 tsk nautakraftur)
1 dl. rjómi
nautakjötskraftur
100 g. beikon
Aðferð:
Kartöflurnar eru flysjaðar og blaðlaukurinn hreinsaður og skorinn í bita. Þetta er síðan sett upp til suðu í soðinu og soðið í ca. 30 mín.
Kartöflurnar og blaðlaukurinn er maukað með töfrasprota, beikonið sett í litlum bitum út í og soðið áfram í 20 mín
bætt með rjóma
Verði ykkur að góðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. september 2008
Fyrsti "snjórinn"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. september 2008
Uppskrift dagsins 30/9-2008 => Fiskibollur
Fiskdeig:
200 g. fiskur td. ýsa eða þorskur
1 tsk. salt
1/2 laukur
1 msk. hveiti
1 msk. kartöflumjöl
ögn af pipar
season all kryddið er mjög gott í bollur
1/2 egg
1-2 dl. Mjölk
Aðferð:
- Setjið hakk (Hakkið fiskin!), lauk, salt og mjöl saman í hrærivæl eða tætara.
- Hrærið vel saman.
- Bætið eggi og vökva smátt og smátt saman við, hrærið alltaf vel á milli.
- Setjið aldrei allan vökvann í uppskriftinni án þess að gá að þykktinni.
- Hafið deigið þykkast í soðnar bollur, aðeins þynnra í steiktar og tiltölulega þynnst í búðinga sem eru bakaðir í móti
Verði ykkur að góðu
Þriðjudagur, 30. september 2008
Bilun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26. september 2008
Jóla auglýsing ??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jónas Þór Karlsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar