Uppskrift dagsins 7/1-2009 => Kjúklinga pastasalat með karrý- mangósósu

400 - 500 g. steiktar og kaldar kjúklingabringur eða annað kjúklingakjöt, skorið niður í ræmur

200 g. þrílitar pastaskrúfur (soðið og kælt)

 

Aðferð:

Skerið ca. 100 g. jöklasalat í strimla, eða notið stökka salatblöndu. látið salatið í stóra skál.

Skerið 1 - 2 sellerístöngla í mjög fínar sneiðar og blandið saman við salatið.

Blandið kjúklingastrimlunum og pastanu saman í skálinni.

Hellið að síðustu sósunni yfir og blandið öllu varlega saman. Kælið

Sósan:

1 1/2 dl. Létt majones

3 - 4 msk. Mango - chutney

1 - 2 tsk. Karrý, nýmalaður pipar eftir smekk.

Borið fram með snittubrauði ( Uppskrift dagsins 22/9-2008) og hvítlaukssmjöri (uppskrift dagsins á morgun)

 

Verði ykkur að góðu!


Gleðileg jól

Og farsælt komandi ár!

Sæl öll sömul

Eins og flestir örugglega hafa tekið eftir hefur gengið hálf illa að setja uppskriftir inn hjá mér. Ástæðan er sú að það er búið að vera brjálað að gera hjá mér. Ég er búinn að vera að passa skólann og vinnuna og svo er ég búin að vera að taka meirapróf. Uppskrift dagsins mun byrja aftur þegar ég er kominn úr jóla fríi (5. Jan. 2009) þangað til góðar stundir!

PS! Skoðanakönnun

<--------------------


Uppskrift dagsins 3/11-2008 => Karrýsósa

smjörlíki3msk.
Laukur0,5st.
Karrý1msk.
hveiti1msk.
mjólk2dl.
Grænmetiskraftur

 

 

 

Aðferð:

Bræðið smjölíki í potti.

Svítsið lauk og karrý saman.

Blandið mjólk og hveiti út í.

Smakkið til með grænmetiskrafti

 

Verði ykkur að góðu!


Uppskrift dagsins 31/11-2008 => Kjúklingaofnréttur

Kjúklingur                           300         gr.

Hveiti                                   1             msk.

Smjör                                   2             msk.

Sveppir                               150         gr.

Laukur                                 1             st.

Rjómi                                   2             dl

Nachos                                ½            poki

Ostasósa                             ½ -1       dós

Sveppasúpa                      ½            dós (má sleppa)

Vatn                                     ½            dl.

Ostur,Mozarella              ½            poki

  Aðferð:

1.        Skerið kjúklinginn og grænmetið í bita.

2.       Hitið saman rjómann, ostasósuna,vatnið, kjúklingakraftinn og sveppasúpuna.

3.       Brúnið kjúklinginn og kryddið.

4.       Svissið grænmetið.

5.       Spreyið eldfast mót með maisspreyi.

6.       Setið þunnt lag af sósunni í botninn á eldfasta mótinu.

7.       Setjið Nachos lag ofan á sósuna, svo grænmetið og kjúklinginn.

8.       Hellið sósunni yfir og stráið ostinum yfir.

9.       Bakið í ofni við 180°C í ca. 20 mín eða þar til osturinn hefur bakast.

 Verði ykkur að góðu

Uppskrift dagsins 30/11-2008 => Lambagrillpinnar með hrísgrjónum og kaldri piparsósu

Lambagrillpinnar:

1 kg fituhreinsað lambakjöt í 2,5-3 cm. bitum

1 dl. ólífuolía

safi úr einni sítrónu

1 tsk Lamb islandia pottagaldra

1/2 msk. saxað ferskt rósmarín eða óreganó

2 dl. barbeque-sósa (Jakobsens)

 

Aðferð:

Setjið allt í marineringuna í skál og hrærið.

Bætið kjötinu út í, látið liggja góða stund eða eins og tíminn leyfir (3 klst. væri gott).

Raðið upp á pinna og grillið á útigrilli eða grilli í ofni, penslið með marineringuni á meðan verið er að grilla.

Grillið í u.þ.b. 8-12 mín. og snúið nokkrum sinnum á meðan.

Borið

fram með hrísgrjónum og kaldri piparsósu.

 

Piparsósa:

1 ds. sýrður rjómi

1 dl. rjómi, þeyttur

1 tsk. sítrónupipar

1 tsk sítrónusafi eða limesafi

 

Aðferð:

Allt hrært saman og kælt

 

Verði ykkur að góðu!


Uppskrift dagsins 29/10-2008 => Ananasbúðingur

2 egg

40 g. sykur

5-6 blöð matarlím

Safi úr 1 sítrónu

3 dl. rjómi

1 dl. ananassafi

250 g. Ananas í bitum, settir í þegar búðingurinn byrjar að stífna.

Aðferð:

  1. Takið til allt efni (rífið börk og kreistið safa ef þarf, veljið skál o.s. frv.)
  2. Leggið matarlímsblöð í bleyti í ískalt vatn.
  3. Þeytið egg og sykur.
  4. Þeytið rjóma.
  5. Hellið vatninu af matarlíminu og bræðið yfir vatnsbaði (fyrir óvana) eða í örbylgjuofni (fyrir vana).
  6. kælið með ávaxtasafa í 37°c.
  7. Hellið í mjórri bunu út í eggjahræruna, hrærið í með sleikju, alltaf frá botninum.
  8. Blandið rjóma saman við.

Verði ykkur að góðu (Þetta er mjög gott!)


Uppskrift dagsins 23/10-2008 => Brownies

100 g. suðusúkkulaði

100 g. smjör

2 egg

175 g. sykur

120 g. hveiti

1 tsk. lyftiduft

Aðferð:

Brjótið súkkulaðið niður og bræðið með smjörinu. Varist að það ofhitni.

Þeytið egg og sykur létt og ljóst (5-7 mín.).

Sigtið þurrefnin út í eggjamassann og blandið varlega með sleikju.

Að lokum er súkkulaðið set út í.

Deigið er sett í velsmurða ofnskúffu sem er 20x25 cm, og bakað í ca. 20 mín. við 180°C.

Verði ykkur að góðu


Uppskrift dagsins 17/10-2008 => Súkkulaðibananaterta

Botnar:

140 g. sykur

4 egg

80 g hveiti

2 msk. kartöflumjöl

1 msk. kakó

1 tsk. matarsódi

 

Aðferð:

Þeytið egg og sykur að léttri froðu.

Sigtið þurrefnin út í og blandið varlega saman við með sleikju.

Skiptið í tvö tertuform og bakið við 200°C í 8-9 mín.

 

Á milli botnanna:

3 dl.  rjómi

1 banani

1/2 ds. niðursoðnar perur

1 msk. nesquik (eða annað svoleiðis kakó)

 

Aðferð:

Þeytið rjómann og brytjið ávextina og blandið þeim saman við rjómann ásamt nesquik.

 

Ofan á:

100 g. suðusúkkulaði

2 msk. rjómi

 

Aðferð:

Brætt saman yfir gufu og sett ofan á kökuna.

 

Verði ykkur að góðu


Uppskrift dagsins 16/10-2008 => Ofnbakaður lax með hollenskri sósu

Ofnbakaður lax:

800 g. laxaflak, tilsnyrt og beinhreinsað

1 stk. sítróna

salt og hvítur pipar úr kvörn

 

Aðferð:

Skerið laxinn í átta eða fjögur jafnstór stykki.

Skerið niður að roðinu og leggið stykkið þannig að það myndi fiðrildi.

Látið í smurða ofnskúffu.

Kreistið sítrónusafa yfir og saltið og piprið.

Bakið við 180°C í ofni í 10-20 mín. eftir stærð.

 

Hollensk sósa:

2 msk. edik

4 msk. vatn

hvítur pipar

lárviðarlauf

 

Aðferð:

Allt soðið niður um helming, sigtað og kælt.

500 g. smjör brætt og látið standa smá stund.

5 eggjarauður þeyttar yfir hita þar til þær verða stífar þá er smjörinu blandað saman við í mjórri bunu og þeytt stanslaust á meðan þá er sósan bragðbætt með ediksvatninu og ef með þarf sítrónusafa.

Ef sósan er of þykk má þynna hana með volgu vatni.

 

Þeir sem nenna ekki að gera sósuna geta búið til hollenska sósu úr pakka og þá er notuð uppbökunaraðferð. (Ég mæli samt með því að maður búi hana sjálf(ur) til!)

 

Verði ykkur að góðu


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Þór Karlsson

Höfundur

Jónas Þór Karlsson
Jónas Þór Karlsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Jóhanna
  • Markó að seigja Helgu hvar skíðasafnið er
  • Ræstingarkonurnar
  • Ein að afgreiða
  • Man ekki hvað hún heitir :)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 24065

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband