Uppskrift dagsins 17/2-2009 => Heitreyktur silungur

Silungur                 3             kg

Salt                        X

Sítrónusafi          X

Sag

1.        Bleikjan beinhreinsuð og snyrt.

2.        Flökin lögð á grind og krydduð með salti og sítrónu, látin standa þannig í 15-20 mín.

3.       Ofninn stilltur á 100˚C, minnstan blástur og loft op lokað (100% raki).

4.       Grindur settar í ofni og settir bakkar undir hverja grind.

5.       Sagið sett í pönnu og hitað á gasi þar til það kviknar í því og látið góðan eld koma upp.

6.       Eldurinn kæfður og pannan sett í ofninn og honum lokað, þarf að gerast allt mjög hratt.

7.       Eldað í ca. 20 mín.

8.       Tekið úr ofninum og fært yfir á bakka með smjörpappír.

9.       Látið rjúka og kælt í kæli.

10.   Skorið og borið fram.

Verði ykkur að góðu!


Uppskrift dagsins 16/2-2009 => Plokkfiskur & kotasælu dressing fyrir salat

Smjörlíki              3             msk.

Laukur                  1,5          st.

Hveiti                    3             msk.

Mjólk                    350         ml.

Fiskur                   750         gr.

Kartöflur             450         gr.

Rifinn ostur        150 gr.

Grænmetiskraftur

Pipar

Salt

  1. Setjið kartöflur yfir til suðu í ca 20 mín. Eftir suðu kælið þær aðeins, skrælið og skerið í sneiðar.
  2. Hreinsið fiskinn og setjið yfir til suðu í léttsöltuðu vatni. Látið suðuna koma rólega upp og látið sjóða rólega í ca. 5 mín. Setjið fiskinn í sigti og látið vatnið renna vel af honum.
  3. Skrælið og skerið laukinn fínt.
  4. Bræðið smjörlíkið, léttsteikið laukinn og hrærið svo hveitinu saman við.  Hrærið mjólkinni rólega saman við og kryddið til með grænmetiskrafti og Aromati. (Hægt er að setja 1-2 matskeiðar af karrý  þegar laukurinn er steiktur og fá þá karrýlagaðan plokkfisk.)
  5. Blandið saman sósunni, fiskinum og kartöflunum og hrærið varlega saman, setjið í eldfast mót, stráið ostinum yfir og bakið í ofni þar til ostur hefur bakast.
  

Kotasælu dressing

Sýrður rjómi      2             dl.

Súrmjólk             2             dl.

Kotasæla             2             dl.

 

Verði ykkur að góðu!


Uppskriftir 13/2-2009 => Grænbaunasúpa

1 heildós baunir

1 l. soð (baunasoð úr dósinni og vatn í viðbót)

1 msk. rifinn laukur

1 - 2 tsk. kjötkraftur

salt, nýmulinn pipar

smjörbolla: 30 g. smjör & 30 g. hveiti

 

Aðferð:

Sjóðið baunirnar í vatni og soði ásamt rifnum lauk þangað til að hægt er að merja þær gegnum gróft sigti. Fleygið hisminu.

Látið súpuna aftur í pottinn ásamt kryddi og soðkrafti. Sjóðið við vægan hita í 10 mín. Jafnið þá súpuna með smjörbollu og bragðbætið.

 

Berið súpuna fram með rjómafylltum vatnsdeigsbollum.

Setjið þá eina bollu ofan á súpuna í diskinum um leið og skammtað er

 

Verði ykkur að góðu!


Uppskrift dagsins 11/2-2009 => Vatnsdeigsbollur

3 dl. vatn

100 g. smjörlíki

125 g. hveiti

3 egg meðalstór

Aðferð:

Hitið smjörlíki og vatn að suðu, hrærið hveitið rösklega saman við þar til deigið er kekkjalaust.

Stráið smá salti yfir og kælið lítilsháttar.

Setjið í hrærivél og hrærið eggin smátt og smátt saman við.

Deigið á að vera þannig að það formi sig svo vel getur verið að það þurfi að draga úr eða auka við eggin.

Hrærið vel af lofti í deigið.

Formið og bakið strax við 200°C.

ATH! að ALDREI má opna ofninn fyrstu 15 mín.

 

Verði ykkur að góðu!


Finnlandsferð!!

Frá og með 16. janúar 2009 til og með 9. febrúar 2009 verða ekki settar inn uppskrifir vegna þess að ég verð staddur í starfsnámi í Finnlandi!

Uppskrift dagsins 15/1-2009 => Súkkulaðikaka með kremi-(má nota í muffins, eða skúffuköku)

1 3/4 bollar hveiti

1 1/2 bolli sykur

2 tsk lyftiduft

1/2 tsk natron

Blandið þessu saman í skál!

 

1 tsk. vanilludropar

2 egg

1/2 bolli kaffi

1/2 bolli mjólk

100g brætt smjörlíki

 Aðferð:

Þeytið þetta allt saman í hrærivél, og hrærið þurrefnisblöndunni saman við.

Látið í smurt mót og bakið í ca. 15 mín. við 200 - 225°c

 

Krem:

100 g. smjörlíki

2 msk. vatn

2 msk. kakó

 

Aðferð:

Setjið allt í pott og sjóðið í 1 mín.

Setjið kalt kaffi í eftir smekk.

Hrærið síðan flórsykri og einni eggjarauðu hrært saman við, þar til kremið er orðið passlega þykkt, svo þægilegt verði að smyrja á kökuna.

Verði ykkur að góðu!


Uppskrift dagsins 14/1-2009 => Hjónabandssæla

1 bolli haframjöl

1/2 bolli hveiti

1/2 bolli sykur

1/2 tsk. hjartarsalt

100 g. smjörlíki

ca. 1/2 dl. mjólk

Rabarbarasulta

Aðferð:

Blandið saman þurrefnunum í skál. myljið kalt smjörlíkið saman við. Hellið síðan vökvanum út í skálina og hrærið deigið saman með sleif. Hnoðið svo á borði þar til það er samfellt. Athugið að líklega hveiti til viðbótar svo deigið verði ekki of blautt. mótið á viðeigandi hátt og bakið í 20-30 mín við 180°C.

 

Þessi uppskrift gefur mjög mjúka og góða hjónabandssælu ég mæli með henni!

Verði ykkur að góðu!


Uppskrift dagsins 13/1-2009 => Mexikósúpa

FYRIR 4-6

2 kjúklingabringur eða 1/2 kjúklingur

Salt

1/2 blaðlaukur

1 l. vatn

1 kjúklingateningur

4 msk chilisósa

1 dós tómatar saxaðir

1 dós tómatpurré

100 g rjómaostur

Nachos flögur

Rifin ostur og sýrður rjómi ef vill

Úrbeinið kjúklinginn og sjóðið soð af beinunum

  • Bringurnar eða kjúklingahlutar soðnar/ir í soðinu í ca. 10 til 15 mín
  • Steikið blaðlaukinn í olíu við vægan hita
  • Hitið vatn og setjið kjúklingateninginn í, bætið tómötunum, grænmetið á pönnunni, chilisósunni og tómatpúrrunni við og sjóðið í 10 mín.
  • Síðan er rjómaosturinn settur útí í þrem hlutum og látið sjóða rólega á milli. Að lokum eru bringurnar/bitarnir settar/ir útí.

Verði ykkur að góðu!


Engar uppskriftir um helgar!

Munið að það eru ekki uppskriftir um helgar! (Laugardag og sunnudag (Það var bilun í gær))


Uppskrift dagsins 8/1-2009 => Hvítlaukssmjör/kryddsmjör

Smjör

Örl. vatn

Sítrónusafi

Ferskur hvítlaukur, marinn

Fersk steinselja, söxuð

Salt og pipar

Látið hugmyndarflugið ráða, notið sama grunn eða svipaðan, en mismunandi krydd

 

Verði ykkur að góðu!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jónas Þór Karlsson

Höfundur

Jónas Þór Karlsson
Jónas Þór Karlsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

225 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Jóhanna
  • Markó að seigja Helgu hvar skíðasafnið er
  • Ræstingarkonurnar
  • Ein að afgreiða
  • Man ekki hvað hún heitir :)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband