Matargagnrýni 18. júní 2012 -- Linda steikhús - Akureyri

Undirritaður fór á Lindu steikhús að kvöldi mánudagsins 18. júní 2012.

Forréttur var reyktur og grafinn lax með ristuðu brauði og sinnepssósu
Rétturinn var fallega framreiddur en var á frekar óheppilegum diski þar sem hann rétt svo komst fyrir þar sem diskurinn var langur og mjór og var varla pláss til að skera brauðið í sundur. Magn var í jafnvægi á sneiðinni með grafna laxinum en reykti laxinn var yfirþyrmandi mikill á hinni sneiðinni. smá dúskur af klettasalati var í miðjunni sem var ágætt.
Forrétturinn fær einkunnina 8.

Aðalréttur var T-Bone steik með bakaðri kartöflu og kryddsmjöri
Rétturinn var framreiddur á of stórum diski að mati undirritaðs og var það líklega orsökin að því að steikin var orðin pínu köld þegar hún loksins kom á borðið. Bakaða kartaflan var í raun ekki bökuð kartafla heldur fondant kartafla sem er elduð öðruvísi en átti hún kannski ekkert síður við með þessum rétti. Kryddsmjörið var haft ofan á steikinni sem undirritaða þykir afar klaufalegt þar sem það átti að vera með kartöflunni en það var farið að bráðna yfir alla steikina. Steikin var frekar bragðlítil og var fitukanturinn ólseigur og jaðraði við óætur. Grænmeti hafði verið steikt og geymt undir steikinni á diskinum en undirritaður hefði nú frekar haft það sér á diskinum. Einnig voru tveir aspasstiklar á diskinum en þótti undirrituðum það alls ekki eiga við með svona steik. Maltíðin var ekki að metta almennilega og hlutföll voru ekki í lagi þar sem kartaflan var bara lítil hálf kartafla
Aðalrétturinn fær einkunina 4

Eftirréttur var ís og marengs með rjóma og lindu ískexi
Rétturinn var framreiddur fallega á passlegum dessertdiski. Hlutföll voru í lagi nema að full lítið var af ískexi.
Eftirrétturinn fær einkunnina 9

Þjónustan var á heildina litið góð en þjónninn var full fljótur að spyrja hvernig manni líkaði matinn og frekar erfitt var að ná í hann til að fá tannstöngla. Einnig heyrðist hann rökræða við aðra viðskiptavini sem voru ekki sáttir með matinn.
Þjónustan fær því einkunnina 7

Útlit veitingahússins var smekklegt og það var mjög þrifalegt en hnífapörin máttu vera betur pússuð verð var einnig of hátt miðað við gæði en svona máltíð kostar (m 1/2 l gos) 8.540 kr
Einkunn fyrir útlit, þrif og verð er því 7

Samanlögð einkunn verður því 7

Jónas Þór Karlsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Þór Karlsson

Höfundur

Jónas Þór Karlsson
Jónas Þór Karlsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Jóhanna
  • Markó að seigja Helgu hvar skíðasafnið er
  • Ræstingarkonurnar
  • Ein að afgreiða
  • Man ekki hvað hún heitir :)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband