Fimmtudagur, 30. október 2008
Uppskrift dagsins 30/11-2008 => Lambagrillpinnar með hrísgrjónum og kaldri piparsósu
Lambagrillpinnar:
1 kg fituhreinsað lambakjöt í 2,5-3 cm. bitum
1 dl. ólífuolía
safi úr einni sítrónu
1 tsk Lamb islandia pottagaldra
1/2 msk. saxað ferskt rósmarín eða óreganó
2 dl. barbeque-sósa (Jakobsens)
Aðferð:
Setjið allt í marineringuna í skál og hrærið.
Bætið kjötinu út í, látið liggja góða stund eða eins og tíminn leyfir (3 klst. væri gott).
Raðið upp á pinna og grillið á útigrilli eða grilli í ofni, penslið með marineringuni á meðan verið er að grilla.
Grillið í u.þ.b. 8-12 mín. og snúið nokkrum sinnum á meðan.
Borið
fram með hrísgrjónum og kaldri piparsósu.
Piparsósa:
1 ds. sýrður rjómi
1 dl. rjómi, þeyttur
1 tsk. sítrónupipar
1 tsk sítrónusafi eða limesafi
Aðferð:
Allt hrært saman og kælt
Verði ykkur að góðu!
Flokkur: Uppskriftir | Facebook
Um bloggið
Jónas Þór Karlsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.