Miðvikudagur, 7. janúar 2009
Uppskrift dagsins 7/1-2009 => Kjúklinga pastasalat með karrý- mangósósu
400 - 500 g. steiktar og kaldar kjúklingabringur eða annað kjúklingakjöt, skorið niður í ræmur
200 g. þrílitar pastaskrúfur (soðið og kælt)
Aðferð:
Skerið ca. 100 g. jöklasalat í strimla, eða notið stökka salatblöndu. látið salatið í stóra skál.
Skerið 1 - 2 sellerístöngla í mjög fínar sneiðar og blandið saman við salatið.
Blandið kjúklingastrimlunum og pastanu saman í skálinni.
Hellið að síðustu sósunni yfir og blandið öllu varlega saman. Kælið
Sósan:
1 1/2 dl. Létt majones
3 - 4 msk. Mango - chutney
1 - 2 tsk. Karrý, nýmalaður pipar eftir smekk.
Borið fram með snittubrauði ( Uppskrift dagsins 22/9-2008) og hvítlaukssmjöri (uppskrift dagsins á morgun)
Verði ykkur að góðu!
Flokkur: Uppskriftir | Breytt 8.1.2009 kl. 23:09 | Facebook
Um bloggið
Jónas Þór Karlsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 24065
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.