Færsluflokkur: Uppskriftir
Þriðjudagur, 3. ágúst 2010
Uppskrift =>Gratíneraðar kartöflur
Fyrir 4
Ca. 1,2 kg kartöflur
½ lítri rjómi
2 lauka
Hvítlaukur
2 tsk. Salt
Pipar
Aðferð
Skrælið Kartöflur og lauk og skerið í sneiðar (eða Kubba). Setjið kartöflur og lauk lagskipt í eldfast mót, kryddið og hellið rjóma yfir. Setjið í ofnin (ca. 200°C) i ca. 1 klst. Það getur verið góð hugmynd að hræra í þeim svo þær ekki brennast á yfirborðinnu.
Verði ykkur að góðu
Uppskriftir | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. maí 2009
Uppskrift dagsins 5/5-2009 => Mexíkósk kjúklingasúpa
400 gr kjúklingakjöt
1 msk. olía
1 stk laukur
6 stk plómutómatar skornir í bita
100 gr blaðlaukur, smátt saxaður
1 rauð paprika, smátt söxuð
1 stk grænt chilli fínt saxað
2 tsk paprikuduft
3 msk tómatpurre
1,5 lítri kjúklingasoð (vatn og teningur)
2 dl. salsasósa
100 g rjómaostur
Sýrður rjómi, nachos-flögur og mexikóostur rifinn.
Aðferð:
Miðvikudagur, 29. apríl 2009
Uppskrift dagsins 29. Apríl 2009 => Jógúrtídýfa með súkkulaði
Mánudagur, 27. apríl 2009
Uppskrift dagsins: 27. Apríl 2009 => Jarðarberjakompott
250 g. jarðarber
1/2 dl. vatn
50 g. sykur
Aðferð:
Sjóðið saman sykur og vatn og kælið skerið jarðarberin til helminga eftir að græni flipinn hefur verið tekinn af
Maukið 1/3 af jarðarberjunum ásamt sykurvatninu í matvinnsluvél hellið vökvanum yfir hinn hlutann af jarðarberjunum og geymið í kæliskáp í klukkustund áður en borið er fram.
Verði ykkur að góðu!
Mánudagur, 9. mars 2009
Uppskrift dagsins 9/3-2009 => Koríander pönnukökur með laxi
2 dl. hveiti
Smá salt
3 dl. mjólk
2 egg
2 msk. olía
Útbúið pönnukökudeig. Bakið 6-8 pönnukökur úr deiginu.
300 g. laxaflök
150 g. sýrður rjómi
salt & pipar
1 bolli ferskt kóríander
2 msk. sítrónusafi
Aðferð:
Saxið kóríander smátt.
Smyrjið sýrða rjómann á pönnukökurnar. Skerið laxinn í þunnar sneiðar og raðið jafnt á pönnukökurnar. Kryddið með salti & pipar. Dreifið sítrónusafa yfir laxinn og stráið kóríander yfir.
Rúllið pönnukökurnar upp, setjið í smurt eldfast mót og bakið í ofni í 4 mín. við 180°C.
Kælið og skerið niður í fallegar sneiðar.
Verði ykkur að góðu!
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Uppskrift dagsins 26/2-2009 => Mangósósa
Majónes 240 ml.
Sýrður rjómi 240 ml.
Mangómauk 160 ml.
Salt & pipar X
1. Öllu hrært saman og kryddað til með salti og pipar.
Verði ykkur að góðu!
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Uppskrift dagsins 25/2-2009 => Rauðvínssósa
Vatn 3 l
Rauðvín X
Svínakraftur X
Kjúklingakraftur X
Olía 160 ml.
Hveiti 400 gr.
Verði ykkur að góðu!
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Uppskrift dagsins 23/2-2009 => Sultaður silungur
Bleikja 3 kg.
Sykur 2,5 kg.
Edik 2,5 l.
Lárviðarlauf 12 st.
Hv. Piparkorn 20 st.
Olía X
Smjör X
Hveiti X
Salt & pipar X
1. Sykur, edik, lárviðarlauf og pipar soðið saman og látið kólna niður í stofuhita.
2. Bleikjan beinhreinsuð og skorin í 2 cm bita.
3. Hitið pönnu vel og veltið fiskinum upp úr hveiti.
4. Brúnið fiskinn á vel heitri pönnunni þannig að hann verið með fallega steikingaráferð. Ath bara brúna fiskinn ekki fullelda hann.
5. Látið fiskinn standa smástund á fati þannig að hann kólni örlítið og setjið út í löginn.
6. Látið vera í kæli í 1-2 sólarhringa, geymist í leginum.
7. Tekið úr leginum og borið fram.
Verði ykkur að góðu!
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Uppskrift dagsins 19/2-2009 => Appelsínusósa
Kalkúnabein 2 fuglar
Innmatur 2 fuglar
Grænmetisafgangar 200-300 gr.
Vatn 6 l.
Lárviðarlauf 12 st.
Hv. Piparkorn 12 st.
Appelsínusafi 1,5 l.
Rjómi ½ l.
Sósulitur X
Kjúklingakraftur X
Kalkúnakraftur X
Olía 160 ml.
Hveiti 400 gr.
1. Brúnið beinin við 160-180 ˚C í ca 30 mín.
2. Brúnið innmatinn og grænmetið.
3. Bætið beinum, vatni, lárviðarlaufi og piparkornum saman við.
4. Látið suðuna koma upp og látið sjóða rólega í 1-2 klst.
5. Sjóðið appelsínusafann niður um 80 – 90 %.
6. Sigtið kalkúnasoðið og sjóðið niður í ca 2,5 l.
7. Blandið kalkúnasoðinu saman við appelsínusafann.
8. Gerið hveitibollu úr olíunni og hveitinu.
9. Þykkið sósuna og látið sjóða við vægan hita i 20-30 mín.
10. Kryddið til með kalkúna- og kjúklingakrafti
11. Bætið rjóma saman við og berið fram.
Verði ykkur að góðu!
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Uppskrift dagsins 18/2-2009 => Ávaxtabrauðfylling
Franskbrauð 1/4 st.
Rjómi 250 ml.
Mjólk 250 ml.
Appelsínuþykkni 100 ml.
Epli 425 gr.
Sveskjur 425 gr.
Salt og pipar X
1. Skerið hráefnið í 1 cm. Teninga.
2. Blandið vökvanum saman við og kryddið.
3. Bakið í ofni í ca. 25 mín. Við 180˚C.
Verði ykkur að góðu!
Um bloggið
Jónas Þór Karlsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
260 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar